Geta hannað sínar eigin fjarstýringar

PlayStation-, og Xbox-fjarstýringar frá Scuf Reflex eru með þeim bestu á markaðnum en fyrir utan það geta leikmenn sniðið þær að sér, hvort sem um útlit er að ræða eða eiginleika þeirra. 

Leikmenn geta hannað sína eigin fjarstýringu hjá Scuf Reflex og má nefna að frampartur PlayStation-fjarstýringanna getur verið í 32 mismunandi litum eða mynstrum.

Úr nægu er samt að taka, en leikmenn geta sniðið tólf mismunandi hluti PS5-fjarstýringannar eftir eigin þörfum eða geðþótta. Þar á meðal liti, lag takkanna, áferð fjarstýringunnar og fleira.

Hægt er að sérsníða fjarstýringu fyrir sig hjá Scuf Gaming.
Hægt er að sérsníða fjarstýringu fyrir sig hjá Scuf Gaming. Skjáskot/Scufgaming.com

Fínstillt og sniðin að leikmanninum

Hægt er að velja á milli 32 lita á framparti fjarstýringunnar auk mynstra. Takkar og stýripinnar fást í einnig nokkrum mismunandi litum og sniðum, þeir allra kröfuhörðustu geta líka fínstillt fjarstýringuna að nokkru leyti.

Engin takmörk virðast vera fyrir því hvernig hægt er að sníða fjarstýringuna sína, en það er gert í gegnum vefsíðu Scuf Gaming. Fjarstýringin er nothæf á bæði PlayStation 5 og PC-tölvum.

Grunnverðið fyrir PlayStation 5-fjarstýringar hljóðar upp á 200 bandaríkjadali, eða rúmlega 26.000 krónur. Til samanburðar kostar hefðbundin Dual Sense-fjarstýring fyrir PlayStation 5 á Íslandi um 13.000 krónur. 

Hjá Scruf Gaming er hægt að hanna sína eigin fjarstýringu.
Hjá Scruf Gaming er hægt að hanna sína eigin fjarstýringu. Ljósmynd/Scruf Gaming
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert