Þemalagið í Elden Ring spilað á 15 vegu

Alex Moukala spilar þemalagið í Elden Ring á fimmtán mismunandi …
Alex Moukala spilar þemalagið í Elden Ring á fimmtán mismunandi vegu. Skjáskot/YouTube/Alex Moukala

Sumir fá einfaldlega ekki nóg af þemalaginu í Elden Ring en tónlistarmaðurinn Alex Moukala virðist vera einn af þeim.

Alex Moukala skellti þemalagi Elden Ring í fimmtán mismunandi búninga, en þá spilaði hann lagið í fimmtán mismunandi tónlistarstílum - allt frá spænsku gítarspili að þungarokki.

Moukala tók upp myndbönd af sér að spila lögin, klippti þau saman og birti lokaútkomuna á YouTube.

Hér að neðan má horfa á myndbandið og heyra lagið í mismunandi tónlistarstílum.

Þurfa meira

Nokkrir netverjar sögðust þurfa að fá lengri útgáfur af lögunum, en myndbandið er samansafn af mörgum stuttum klippum af honum að spila lagið í mismunandi tónlistarstílum.

Moulaka sagði á Twitter að innblásturinn hafi fengist frá Aurora Australis, sem birti sambærilegt myndband á síðasta ári. En Australis hafði spilað lag úr tölvuleiknum Final Fantasy VII í 32 mismunandi tónlistarstílum.

mbl.is