Fékk á broddinn eftir 21 ár

Master Chief og Makee í Halo-þáttaröðinni.
Master Chief og Makee í Halo-þáttaröðinni. Ljósmynd/Adrienn Szabo/Paramount+

Eftir 12 tölvuleiki, 35 bækur, 21 ár og 8 sjónvarpsþætti hefur Master Chief loksins fengið á broddinn.

Halo-þáttaröðin, sem sýnd er á Paramount+ og Síminn Premium, fór vel af stað og nýtur mikilla vinsælda, en þættirnir veita áhorfendum dýpri innsýn í Master Chief og lífið í Halo.

Bæði blessuð

Hingað til hafa þættirnir snúist mikið um undarlega Forerunner-gripi og tengslin sem Master Chief hefur við þá sem „sá blessaði“, en Master Chief er að hluta til mennskur og að hluta til vélmenni.

Master Chief hefur verið mjög góður við aðila innan þáttaröðinnar, en hún heitir Makee og er líka „blessuð“. Í lok sjötta þáttar Halo kemur fram að „blessunin“ styrkir tengsl þeirra og fengu þau jafnframt bæði einskonar sýn af Halo-hringjunum.

Eftir röð atvika sem styrkja tengsl þeirra enn fremur sem varð svo til þess að þau sofa saman, en Cortana horfir á með bros á vör. Þetta er í fyrsta sinn sem að sýnt er frá kynferðislegri hlið af mannlega hluta Master Chief.

Hægt er að horfa á Halo-þáttaröðina á Paramount+ og Síminn Premium.

mbl.is