Beðin um að virða ólíkar skoðanir

PlayStation.
PlayStation. Ljósmynd/Unsplash/Nikita Kachanovsky

Fyrr í mánuðinum voru gögnum frá hæstarétti Bandaríkjanna lekið til fjölmiðla, en gögnin snerust um rétt kvenna til fóstureyðinga og hefur vægast sagt ollið fjarðafokum.

Í kjölfar þess bað Jim Ryan, framkvæmdarstjóri PlayStation, starfsmenn sína með innanhúss tölvupósti um að bera virðingu fyrir ólíkum skoðunum hvors annars á þessu máli en Bloomberg greinir frá þessu.

Virðing fyrir náunganum grundvallaratriði

„Við skuldum hvort öðru, og milljónum notenda okkar, að bera virðingu fyrir mismunandi skoðunum hvors annars í bæði nær- og fjærumhverfinu,“ sagði Ryan.

„Virðing jafngildir ekki því að vera sammála. En það er grundvallaratriði í því hver við erum sem fyrirtæki og sem virt alþjóðlegt merki.“

Í beinu framhaldi segist hann vilja „deila með þeim nokkru hjartnæmu til þess að að hvetja alla til að huga að jafnvægi sem getur hjálpað við að draga úr stressi núverandi óvissu og atburða í heiminum“.

Kettirnir áttu afmæli og hann langar í hund

Þá skrifaði hann nokkrar málsgreinar um fyrsta afmæli tveggja katta sinna og lýsti afmæliskökum þeirra, hljóðunum sem þeir gáfu frá sér og löngun sinni til þess að fá sér hund einn daginn.

Bloomberg segir starfsmenn hafa tekið illa í bón framkvæmdarstjórans, sumar konur töldu rétt þeirra vera vanvirtan þrátt fyrir að Ryan hafi ekki tekið neina afstöðu.

Annar starfsmaður sagði jafnframt frá því að hann hafði aldrei áður verið jafn gramur yfir afmæli kattar áður.

mbl.is