Skyrim-persónan einstaklega lík henni

AureliaRiddle hannaði persónu sína og föður síns í Skyrim einstaklega …
AureliaRiddle hannaði persónu sína og föður síns í Skyrim einstaklega líka þeim sjálfum í raunheimum. Mynd/AureliaRiddle

Í tölvuleiknum Skyrim fá leikmenn að hanna persónu sína mjög ítarlega, en Skyrim-leikmanninum AureliaRiddle tókst að gera persónuna sína einstaklega líka sjálfri sér.

AureliaRiddle notaðist við nokkur mod sem gerir henni kleift að gera ítarlegri breytingar á útlitinu, þar á meðal með sleðum sem stilla útlitið nánar, áferð húðarinnar og fleiru sem sem breytir smáatriðum á persónunni.

Var hún í tvær klukkustundir að hanna persónu sína, en hún gerði slíkt hið sama fyrir persónu föður síns - sem kom einstaklega út líka. Hér að neðan má sjá myndir af þeim og persónum sínum.

Benti á leiðir til að ná þessu

AureliaRiddle ráðlagði netverjum hvernig hægt væri að sníða persónu sína svona líka sér í raunheimum.

„Taktu tvær myndir af þér, eina frá af framhliðinni á andlitinu þínu og aðra af vangasvip þínum. Reyndu að líta eins venjulega út og hægt er, eins og þú sért að taka mynd af þér fyrir vegabréf,“ segir AureliaRiddle.

Myndina af framhlið andlitsins þarf að spegla, svo mikilvægt er að velja þá hlið andlitsitsins sem viðkomandi kann betur við, en tölvuleikir bjóða upp almennt upp á á samhverf andlit.

Eftir það skal prenta út spegluðu myndina og brjóta hana saman í tvennt, við miðju andlitsins og bera hana saman við andlitið í leiknum til þess að vinna með.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert