Verður gjaldfrjáls til spilunar í sumar

Fall Guys breytist í fríspilunarleik á sumarsólstöðum.
Fall Guys breytist í fríspilunarleik á sumarsólstöðum. Grafík/Mediatonic

Tölvuleikurinn Fall Guys verður gjaldfrjáls til spilunar frá sumarsólstöðum, eða 21. júní, og mun hann jafnframt verða aðgengilegur í gegnum vefverslun Epic Games.

Leikurinn mun einnig verða spilanlegur á leikjatölvum og styðja við blandaða spilun með blönduðum árangri, en þá geta leikmenn spilað á mismunandi tölvum og árangur innan leiks er bundinn við aðganginn óháð leikjatölvu.


 

Nýr gjaldmiðill með nýju tímabili

Eftir að breytingarnar taka gildi verður leikurinn óaðgengilegur nýjum leikmönnum á leikjaveitunni Steam. Hafi leikmaður hinsvegar nú þegar keypt leikinn á Steam, verður hann áfram í leikjasafni viðkomandi á veitunni og mun hljóta sömu uppfærslur og í vefverslun Epic Games.

Útgáfa leiksins sem fríspilunarleiks kallar á nýtt upphaf tímabila innan leiks, nýjan gjaldmiðil innan leiks (Show-Bucks) og nokkuð sem framleiðsluverið Mediatonic kallar „stórar uppfærslur“ á sögukerfinu (e. progression system). 

Frjáls fyrir alla

Nýja tímabilið, tímabil 1, gengur undir nafninu Free For All, eða Frjáls Fyrir Alla, og býður leikmönnum upp á stóran leikvöll (e. arena) með nýjum viðburðum og svæðum.

Núverandi leikmenn fá Legacy-Pakka þegar FFA-breytingin á sér stað, sem felur í sér fjölda skartgripa og fyrsta tímabils-passann gjaldfrjálst.

Tímabils-passinn er aðgengilegur nýjum leikmönnum til kaups fyrir Show-Bucks, og núverandi fríi söguþráðurinn og gjaldmiðillinn (Kudos) mun halda sínu striki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert