Bestu núverandi WoW-viðbæturnar

World of Warcraft.
World of Warcraft. Grafík/Activision Blizzard

Góðar viðbætur fyrir World of Warcraft geta gert hversdagsleg verkefni innanleikjar eða skipti auðveldari en PC GamesN tók saman nokkrar af þeim bestu og birti á heimasíðu sinni.

Til þess að setja upp viðbæturnar mælir PC GamesN með forritinu CurseForge, sem gerir notendum kleift að setja upp og stilla eða uppfæra viðbæturnar þegar þess þarf.

Bestu viðbæturnar í World of Warcraft að mati PC GamesN eru eftirfarandi:

ElvUI

All the Things

Deadly Boss Mods

Weak Auras 2

Details!

GTFO

Autioneer

Bagnon

Rarity

Handynotes

Angry World Quests

Bartender 4

Rarescanner

 ElvUI

ElvUI blandar saman nokkrum vinsælum betrumbótum á galdrastikunni (e. spell bar), birgðasýn (e. inventory view), römmum fyrir ránsfélaga eða mótherja og grundvallaratriðum eins og að selja alla „gráu hlutina“ eða gera við brynklæði með sjálfvirku móti. 

Viðbótin stillir valmyndina sjálfvirkt eftir hlutverki leikmanns í hóp, hvort sem það er að tanka eða heila til dæmis. Á sama tíma býður það upp á einfalda stillingarmöguleika eins og að færa til glugga eða binda takka við galdra en viðbótin býður upp á marga möguleika.

All the Things

All the Things upplýsir leikmann um það sem hann skortir þegar hann er á svæði þar sem hægt er að nálgast það, hvort sem það eru afrek, sjaldgæf dráp, hlutir, fjársjóðir, gæludýr eða annað.

All the Things veitir leikmönnum því góðar upplýsingar og lúrir einnig á nokkrum ráðleggingum um þá hluti sem leikmaður þarfnast eða er að safna. 

Deadly Boss Mods

Deadly Boss Mods er hjálplegt fyrir dýflissu- og ránsferðir. Viðbótin lætur leikmann vita af mikilvægum atriðum í bardögum. Til dæmis þegar endakarlinn er í þann mund að galdra fram eitthvað hættulegt og leikmaður þarf að trufla hann til þess að bjarga liðsfélaga sínum.

DBM býr að niðurteljurum og ráðleggingum til þess að aðstoða við að taka niður endakarla í dýflissu- og ránsferðum.

Weak Auras 2

Nokkrar viðbætur setja upp „ef þetta, þá það“-tilkynningar fyrir leikmenn en Weak Auras 2 er ein af þeim, og aðstoðar leikmenn við val á þeim göldrum sem nota skal. 

„Ef þessi galdur er að kólna, þá er best að nota þennan núna.“

Weak Auras setur upp blikkandi merki, tilkynningu í formi texta, hljóðs eða annars, sem vekur athygli og aðstoðar þannig leikmenn í bardögum. 

Byrjendur eru þó hvattir til þess að nota frekar TellMeWhen vegna einfaldleika þess en báðar viðbætur gegna sama hlutverki. Að leiðbeina eða aðstoða leikmenn í bardögum varðandi galdraval.

Details!

Details! upplýsir leikmenn um skaða- og heilunarhlutföll innan hóps eða fyrir veiðimenn.

Með Details! sjá leikmenn hver er að valda hversu miklum skaða, eða heilun, og þá má sjá hvar hann stendur í samanburði við aðra liðsmenn. 

Sé leikmaður að valda minni skaða en aðrir, getur hann séð af hverju með því að nota Details! - en þar má sjá hvaða galdra liðsfélagarnir nota.

GTFO

GTFO varar leikmenn við yfirvofandi hættu og getur verið lífsbjörg í dýflissu- eða ránsferðum.

Viðbótin getur spilað varnarhljóð þegar leikmenn standa í eldi eða taka á sig högg sem hefði verið hægt að komast hjá.

Autioneer

Autioneer gefur upp skynsamlegt söluverð fyrir vörur í uppboðshúsinu, vilji leikmaður selja eitthvað þar.

Viðbótin heldur einnig utan um tilboð, þær vörur leikmanns sem eru á uppboði, póst og fleira sem gagnast leikmanni í tengslum við uppboðshúsið.

Bagnon

Bagnon breytir bakpokaskipulaginu svo að leikmenn sjá alla hluti í einum stórum bakpoka, í stað nokkurra mismunandi bakpoka.

Hver hlutur er merktur eftir gæðum með mismunandi litum og fylgir leitarvél með viðbótinni. Með þessu geta leikmenn skipulagt bakpokana sína auðveldar.

Viðbótin gefur leikmanni líka upplýsingar um bakpoka og peninga frá öðrum persónum á sama aðgangi. Geta leikmenn þá auðveldlega séð hvort að þeir eigi tvo eins hluti á aðganginum sínum og hversu mikinn pening þeir eiga í heildina.

Rarity

Rarity reiknar líkurnar á verðmætum fjársjóð fyrir leikmenn og heldur utan um hversu oft viðkomandi hefur reynt að eignast einhvern hlut, allt frá reiðskjótum að dóti eða bardaga-gæludýrum.

Í hverju tilfelli fyrir sig, segir Rarity til um hversu líklegur leikmaðurinn er til þess að eignast hlutinn, hversu lengi hann hefur verið að reyna og hversu heppinn hann hefur verið fram að þessu.  

Handynotes

Handynotes gerir leikmönnum kleift að bæta við minnismiðum á vegferð sinni innan World of Warcraft. 

Viðbótin opnar því fyrir þann möguleika að fylgjast betur með t.d. staðsetningum fjársjóðskistna í Battle for Azeroth eða sjaldgæfari vera í Nazjatar. Er hún því sérstaklega hentug til þess að muna eftir leynilegum inngöngum eða skemmtilegum staðsetningum fyrir hlutverkaleiki. 

Angry World Quests

Angry World Quests heldur utan um mikilvægar upplýsingar um verkefni innanleikjar. Viðbótin sýnir leikmanni hvar þau eru að finna, hver verðlaunin eru og fleira.

Hins vegar hefur viðbótin ekki verið uppfærð síðan 2018, en virðist þrátt fyrir það virka vel. Sambærilegar viðbætur eru World Quest List og World Quest Tracker.

Bartender 4

Bartender 4 er nytsamleg viðbót sem gerir leikmönnum kleift að sérsníða galdrastikurnar sínar. Viðbótin gefur leikmanni fulla stjórn á þeim en hægt er að stækka, minnka, færa þær til og fleira.

Rarescanner

RareScanner skannar umhverfi leikmannsins og lætur vita hvort sjaldgæf skrímsli eða fjársjóðir séu í grennd. 

Leikmenn geta fengið tilkynningu á skjáinn eða kortið sem greinir frá því hvað er nálægt og hvar. 

Viðbótin býr einnig yfir upplýsingum um viðkomandi skrímsli eða fjársjóð.

World of Warcraft.
World of Warcraft. Grafík/Activision Blizzard
mbl.is