Fleiri High Noon-búningar með 12.10

Surrenderat20.net birti uppfærsluatriði frá 12.10 í League of Legends.
Surrenderat20.net birti uppfærsluatriði frá 12.10 í League of Legends. Skjáskot/surrenderat20.net

Uppfærsluatriði hafa verið birt fyrir 12.10-uppfærsluna í League of Legends, en eins og áður hefur verið greint frá verða gerðar miklar breytingar á úthaldi hetja.

Meira líf og meira fleira

Ásamt auknu úthaldi hetja koma einnig fleiri búningar með uppfærslunni, þá High Noon-búningar fyrir nokkrar hetjur.

Í seinustu uppfærslu komu nokkrir slíkir búningar fyrir Katarinu og Leonu til dæmis. Fimm hetjur til viðbótar geta brátt notast við búninginn. En High Noon er ákveðinn viðburður innanleikjar sem hófst þann 12. maí og stendur fram að 13. júní.

Endist lengur í einu

Úthald hetja verður aukið til muna í næstu uppfærslu sem hluti af markmiði Riots til þess að hægja aðeins á leiknum, svo að skaði verði ekki endilega hornsteinn upplifuninnar í heild sinni. 

Að því sögðu verður grunnlífið (e. base health), líf miðað við reynslustig, brynvörn miðað við reynslustig og galdraviðnám aukið. Má því reikna með að viðureignir og leikir innan LoL kunni að endast lengur í senn en áður.

Uppfærsluatriði má finna og lesa með því að fylgja þessum hlekk, en uppfærslan fer ekki í loftið fyrr en 25. maí.

mbl.is