Tveir af þremur nú opinberaðir

The Sims hvetja leikmenn til þess að stíga inn í …
The Sims hvetja leikmenn til þess að stíga inn í tunglsljósið með nýjum aukapökkum. Grafík/Electronic Arts

Fyrr í mánuðinum byrjaði Maxis að stríða Sims-aðdáendum með litlum vísbendingum, stríðnisstiklum og leiðarvísi um næstu vikurnar í Sims.

Samkvæmt leiðarvísinum máttu leikmenn eiga von á þremur aukapökkum í maí og júní, þar af tveimur efnispökkum og einum leikjapakka. Maxis hefur nú opinberað efnispakkana með tísti.

Eytt nóttinni undir berum himni

Í dag kallaði Sims á „allar náttuglur“ með tísti á opinbera Sims-aðganginum á Twitter og greindi frá tveimur leikjum af þremur lofuðum. 

„Hvort sem það er að fara niður í bæ eða að eyða tíma í bakgarðinum, eyddu nóttunni undir stjörnunum með nýja The Sims 4 Moonlight Chic Kit eða The Sims 4 Little Campers Kit!“

Tískufatnaður í anda Paola Locatelli

Annar leikurinn, Moonlight Chic Kit, færir leikmönnum fullt af nýjum fötum sem fengu innblástur sinn frá hönnuðinum Paola Locatelli. 

„Vertu frá þér numin yfir menningarlegum settum af flæðandi skyrtum og flottum kjólum sem geta hjálpað Simsunum þínum að finna neistann með tísku sem var hönnuð til að endast - jafnvel þó að rómantíkin geri það ekki,“ segir um Moonlight Chic Kit.

The Sims 4 Moonlight Chic Kit.
The Sims 4 Moonlight Chic Kit. Grafík/Electronic Arts

Kósýkvöld í garðinum

Little Campers Kit snýr hinsvegar meira að fjölskylduskemmtun, og gerir leikmönnum kleift að smíða sín eigin leikföng, setja upp tjald með teppum og jafnvel utandyra skjávarpa úr rúmfötunum. 

„Krakkarnir þínir geta notið þess að eiga kósýkvöld heima með vinum sínum í Little Campers Kittinu,“ segir um Little Campers Kit.

The Sims 4 Little Campers Kit.
The Sims 4 Little Campers Kit. Grafík/Electronic Arts

Vika í báða pakkana

Báðir efnispakkarnir verða aðgengilegir til kaups og spilunar eftir viku, eða þann 26. maí. Þá hafa tveir af þremur lofuðum pökkum verið gefnir út.

Nánari upplýsingar um þann síðasta hafa ekki verið gefnar upp, en sá verður leikjapakki og hefur vakið mikla athygli á meðal netverja. Þeir telja vísbendingar og stríðnisstiklur frá Maxis benda til að um varúlfa sé að ræða í þeim pakka, en varúlfa mátti finna í Sims 3.

Fróðlegt verður því að sjá hvort að varúlfar láti sjá sig í Sims á ný, en leikjapakkinn er væntanlegur einhvern tíman í júní.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert