Ubisoft-áskrift með PlayStation Plus

Ubisoft+ er áskriftarþjónusta frá tölvuleikjafyrirtækinnu Ubisoft.
Ubisoft+ er áskriftarþjónusta frá tölvuleikjafyrirtækinnu Ubisoft. Grafík/Ubisoft

Ubisoft hefur tilkynnt um að áskriftarþjónustan Ubisoft+ sé á leiðinni í PlayStation og verður um tvennskonar áskriftarpakka að ræða.

Þjónustan býður upp á tvo mismunandi áskriftarpakka, Ubisoft+ og Ubisoft+ Classics, en sú síðarnefnda er í boði með Extra- og Premium-pökkum af PlayStation Plus-áskrift.

Þann dag sem Ubisoft+ Classics fer í loftið verða 27 leikir í boði, þar á meðal Assassin's Creed Valhalla, For Honor, Far Cry 4 og Watch Dogs. Hinsvegar lofar Ubisoft 50 leikjum í lok árs.

Áskriftarþjónusta Ubisoft fer í loftið um leið og nýja útfærsla PlayStation Plus-þjónustunnar fer í loftið, þann 22. júní í Evrópu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert