Komið að úrslitahelgi í Arena-deildinni

Úrslitakeppnin í Arena-deildinni er framundan, en í Arena-deildinni er keppt …
Úrslitakeppnin í Arena-deildinni er framundan, en í Arena-deildinni er keppt í Rocket League. Grafík/Rafíþróttasamtök Íslands

Úrslitahelgi Arena deildarinnar í Rocket League fer fram núna um helgina, og verður spilað bæði laugardag og sunnudag, 21. og 22. maí. Sigurvegari úrslitakeppninnar verður krýndur Íslandsmeistari í Rocket League.

Úrslitakeppnin fer öll fram í Arena þar sem leikmennirnir mæta á staðinn og spila. Sex lið mæta til leiks: LAVA esport, Þór Akureyri, Midnight Bulls, Rafík, KR og 354 Esports.

Á laugardaginn verður keppt frá 17:00 til 22:00, þá verður spiluð fyrsta umferð úrslitakeppninnar og í beinu framhaldi verða undanúrslit spiluð. Viðureignin upp á þriðja sætið og úrslitaviðureignin sjálf verða svo spiluð á sunnudeginum frá 15:00 til 18:00.

Fólk hvatt til þess að vera með í fjörinu

Við erum ótrúlega spennt fyrir helginni og höfum við unnið hörðum höndum að undirbúningi síðustu vikur,“ segir stjórn RLÍS.

„Þetta er helgin sem allir hafa beðið eftir og lofum við mikilli stemningu og skemmtun fyrir áhorfendur, og hvetjum við sem flesta til að mæta í Arena og upplifa stemninguna með okkur þar!“

Það verður áhorfsveisla í Arena, þar getur fólk mætt og fylgst með keppninni í beinni og nýtt allskonar tilboð sem verða í gangi á veitingastaðnum Bytes í Arena.

Keppnin verður líka sýnd í beinni útsendingu á Twitch-rás íslenska Rocket League-samfélagsins sem og á Stöð2 Esport.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert