Blóðþyrstir kjúklingar nú í Lost Ark

Blóðþyrstir kjúklingar ráðast til atlögu í Lost Ark.
Blóðþyrstir kjúklingar ráðast til atlögu í Lost Ark. Grafík/Smilegate

Nýjasta uppfærslan í Lost Ark setur leikmenn í skrítna stöðu, en leikmenn eru knúnir til þess að berjast við reið hænsni í hefndarhug, en hænsnin vilja hefna fjölskyldu sinnar og vina sem voru étin.

Uppfærslan færir leikmönnum þrjú vikuleg Challenge Guardian Raids, þar sem leikmenn geta haft hamskipti og þá spilað sem ýmist björn eða hæna til þess að berjast við kjúklinga á nýrri eyju, Wild Wings Island.

Röð blóðþyrstra kjúklinga

Þessir „stökku gylltu kjúklingar“ eru í herferð og því fyrr sem leikmanni tekst að sigrast á þeim, því fleiri peninga fær hann.

Kjúklingarnir eru, sem fyrr segir, í hefndarhug og sækjast eftir réttlæti fyrir fjölskyldu sína og vini, en leikmenn þurfa ekki að berjast við þá einsamlir því hægt er að takast á við þá með fjölspilun. Þá geta vinir spilað saman og sigrast á reiðum kjúklingum með hjálp hvors annars.

Í bloggfærslu um uppfærsluna eru fáar upplýsingar varðandi að geta breytt sér í björn, en fyrir utan það þá koma nýjar afþreyingar, nýjar ránsferðir, nýr klassi undir nafninu Tortímandinn og fleira með uppfærslunni. 

Tortímandinn er nýr klassi í Lost Ark.
Tortímandinn er nýr klassi í Lost Ark. Grafík/Smilegate
mbl.is