Pac-Man fléttast með Fortnite

Opinbera Pac-Man-vefsíðan tilkynnti um víxlverkefni á milli Fortnite og Pac-Man.
Opinbera Pac-Man-vefsíðan tilkynnti um víxlverkefni á milli Fortnite og Pac-Man. Skjáskot/Pacman.com

Fortnite fer af stað með nýtt víxlverkefni, í þetta skiptið verður Fortnite fléttað með Pac-Man.

Þegar að þriðja tímabil þriðja kafla í Fortnite hefst, þann 2. júní hefst Pac-Man-Víxlverkefni þar sem Pac-Man sjálfur lætur sjá sig á eyjum Fortnite - en hann fagnaði nýlega 42. ára afmæli sínu og óskaði Fortnite honum til hamingju með það.

Skömmu eftir það, tilkynnti opinbera Pac-Man-vefsíðan um komu Pac-Man í Fortnite. Ekki er reiknað með því að leikmenn geti klætt sig upp sem risastórir gulir boltar, heldur mun víxlverkefnið frekar bjóða upp á ýmsa hluti í Pac-Man búning.mbl.is