Geta nú valið fornöfn á persónur sínar

The Sims 4.
The Sims 4. Grafík/Electronic Arts

Framleiðsluverið Maxis hefur nú uppfært tölvuleikinn Sims 4 svo að leikmenn geti valið fornöfn fyrir Simsana sína.

Í upphafi þessa árs var fyrst tilkynnt um þennan möguleika og greint frá því að hann væri í vinnslu. En þróunaraðilar sýndu stuttlega frá því í streymi.

Sýna frá því á Twitter

Leikurinn var uppfærður í dag og var umræddur möguleiki var innleiddur, en Sims 4 tísti frá því.

Í samstarfi með It Gets Better-verkefninu og GLAAD gerði Maxis leikmönnum kleift að velja fornöfn Simsanna sinna, en það er gert þegar Simsarnir eru búnir til í Skapaðu Sims-valmyndinni.

Í myndbandinu hér að neðan sýnir frá því hvernig það er gert, en nánar um þetta má lesa í bloggfærslu frá Sims 4.

mbl.is