Leikmenn á leið í frumskóginn

Farsímaleikur Call of Duty.
Farsímaleikur Call of Duty. Grafík/Activision Blizzard

Call of Duty-farsímaleikurinn er að setja sig í stellingar fyrir fimmta tímabil ársins, en Tímabil 5: Tropical Vision mun koma leikmönnum fyrir í bardaga í frumskóginum.

Fimmta tímabilið hefst 1. júní og færir leikmönnum ný vopn og nýjan varnarbúnað auk Tropical Vision-bardagapassa. 

Meiri fjölspilun

Leikmenn fá að spreyta sig á nýju korti í fimmta tímabilinu, en nýja kortið sem kynnt verður til leiks er Apocalypse en það er upprunalegt kort úr Call of Duty: Black Ops Cold War. Auk þess kemur nýr fjölspilunarhamur, Guns Blazing Encore, ásamt battle royale-viðburðinum The Flood Team Bravo.

Í The Flood Team Bravo eru leikmenn knúnir til þess að hjálpa Soap og Team Bravo að laga til eftir óviðri sem olli stórfelldu flóði á kortinu. 

Nánar um þetta má lesa í bloggfærslu frá þróunaraðilum.

mbl.is