Nýjungar í Call of Duty á leiðinni

Call of Duty: Warzone.
Call of Duty: Warzone. Grafík/Activision Blizzard

Miðtímabils-uppfærsla í þriðja tímabili Call of Duty fer í loftið í dag fyrir Vanguard og á morgun fyrir Warzone. Nýjar viðbætur fela m.a. í sér fjölspilunarkort fyrir Vanguard en skjótferð (e. fast travel) fyrir Warzone.

Nýr leikhamur í Warzone

Í Warzone kemur nýr hamur, Champions of Caldera. Það er einstaklingshamur sem býður upp á fjölspilun með 150 leikmönnum að hámarki. Þá spila þeir saman inni í hring sem sífellt þrengist, líkt og í Fortnite.

Allir leikmenn fá m.a. gasgrímu og Redeploy Extraction-pening. Auk þess veitir hvert dráp leikmanni lengra líf, búnað og skot sem hvetur þá til þess að spila djarfar. 

Önnur stór breyting í kjölfar uppfærslunnar er skjótferðakerfi. Það er ferðakerfi neðanjarðar sem býður leikmönnum upp á að ferðast á milli fjórtán mismumandi staða. En skjótferð í Caldera er nokkuð sambærileg lestarstöðinni í Verdansk.

Sérstök svæði með dýrmætum fjársjóði verða merkt í hefðbundum battle royale-viðureignum. Svæðin skipast af handahófi en verða merkt með dalamerki.

Nýr útsendari í Vanguard

Vanguard-leikmenn fá hinsvegar nýjan útsendara, vopn og nýtt fjölspilunarkort með þessarri miðtímabils-uppfærslu. Fjölspilunarkortinu Sphere er lýst sem litlu korti þar sem leikmenn spila innan vopna-tilraunastofu.

Kim Tae Young verður er síðasti útsendari Task Force Harpy. Hún verður aðgengileg með því að kaupa útsendara-pakkann hennar. Tae Young er lýst sem grímuklæddum hermanni og er hennar uppáhaldsvopn sagt vera H4 Blixen-vélbyssan, sem einnig er væntanleg.

Nánar um þetta má lesa hér.

mbl.is