Útgáfudagur næsta Call of Duty ákveðinn

Call of Duty: Modern Warfare II.
Call of Duty: Modern Warfare II. Grafík/Activision Blizzard

Fyrir um mánuði síðan tísti Call of Duty frá því að nýtt tímabil væri að hefjast í sögu Call of Duty og tilkynntu jafnframt um næsta leik í röðinni, Modern Warfare II.

Nú hefur útgáfudagur leiksins verið staðfestur og gefinn upp.

Nýjir tímar í sögu Call of Duty

Síðar á þessu ári, þann 28. október, kemur Modern Warfare II út og markar upphafið á nýjum tímum í sögu Call of Duty.

Þá verður tekist á við ný og ókunn verkefni innanleikjar en leikmenn geta valið um að spila goðsagnakennda reynslubolta auk nýrra goðsagna.

Gerast hluti af sögunni

Á opinberu Call of Duty-heimasíðunni var birt bloggfærsla sem innihélt myndband og grafískar myndir sem opinberuðu hönnun leiksins og gáfu upp vísbendingar um framtíð Call of Duty-leikjaröðinnar.

„Þessi opinberu listaverk marka upphafið á uppljóstrun okkar fyrir framtíð Call of Duty-vörumerkisins. Og brátt munt þú fá tækifæri til þess að eiga hlut í þessarri list og gerast hluti af sögunni okkar,“ segir á heimasíðunni.

Nánar um þetta má lesa í bloggfærslunni sjálfri, en teymið mun gefa upp fleiri upplýsingar um framtíð Call of Duty síðar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert