Hliðareyja við Spotify-eyjuna opnuð

K-Park er hliðareyja við Spotify-eyjuna í Roblox, en hún er …
K-Park er hliðareyja við Spotify-eyjuna í Roblox, en hún er tileinkuð kóreskri popptónlist. Grafík/Spotify/Roblox

Fyrr í mánuðinum tilkynntu Spotify um samstarf sitt með Roblox en fyrirtækin tóku höndum saman til þess að skapa sérstaka Spotify-eyju.

Eyjunni var lýst sem „hljóðaparadís“ með það að markmiði að færa aðdáendur og tónlistarmenn nær hvort öðru. 

Paradís fyrir tónlistaunnendur

Eyjan myndi þá vera einskonar ævintýraland fyllt af tónlist, verkefnum og sérstökum varningi, og gætu notendur spilað hlustað á sérstakan tónlista innanleikjar. Þar að auki yrðu settar upp „hliðareyjur“ fyrir sérstaka tónlistarstíla. 

Nú hefur verið greint frá fyrstu hliðareyjunni, K-Park, sem verður svæði undir kóreska popptónlist. Til þess að komast á eyjuna þurfa leikmenn að fara inn um „dularfullt hlið“.

Kóreskt ævintýraland

„K-Park er ævintýraland þar sem leikmenn geta kannað sérstaka K-Pop-upplifanir og verkefni,“ segir í tilkynningu frá Spotify. 

Eyjan er nú þegar opin Roblox-leikmönnum og þar er að finna fleiri smáeyjur sem tileinkaðar eru ákveðnum tónlistarmönnum.

Sérstök setustofa hefur einnig verið sett upp þar sem leikmenn geta rætt um kóreska popptónlist. Þar að auki er stafrænt kaffihús á eyjunni þar sem leikmenn geta pantað sér kórsekt góðgæti innanleikjar.

Nánar um eyjuna má finna í tilkynningu frá Spotify.

mbl.is