Hundruð leikja á útsölu hjá PlayStation

Útsalan Days Of Play er hafin hjá PlayStation.
Útsalan Days Of Play er hafin hjá PlayStation. Skjáskot/PlayStation

Útsalan Days of Play hjá PlayStation hófst í dag og stendur fram að 8. júní, en slegið er af verði fjölda PlayStation 4- og 5-tölvuleikja auk annars varnings á vefverslun PlayStation.

Hundruð leikja eru á útsölu, stórir og vinsælir leikir jafnt sem minni leikir frá sjálfstæðum framleiðsluverum. 

Í upphafi sumars fara stærstu leikjaveiturnar yfirleitt af stað með útsölu, en sumarútsala Epic Games hófst fyrir um viku síðan.

Meðal tölvuleikja sem eru á útsölu hjá PlayStation eru:

Lego Star Wars: The Skywalker Saga kostar nú 47,99 evrur eða 6.649 krónur

Dying Light 2: Stay Human kostar nú 55,99 evrur eða 7.758 krónur

Call of Duty: Vanguard kostar nú 41,99 evrur eða 5.818 krónur

Call of Duty: Modern Warfare kostar nú 34,99 evrur eða 4.848 krónur

Call of Duty: Black Ops Cold War kostar nú 34,99 evrur eða 4,848 krónur

Destiny 2: The Witch Queen kostar nú 26,79 evrur eða 3.712 krónur

Grand Theft Auto V: Premium Edition kostar nú 14,69 evrur eða 2.035 krónur

Ghostwire: Tokyo kostar nú 34,99 evrur eða 4.848 krónur

Red Dead Redemption 2 kostar nú 23,99 evrur eða 3.324 krónur

FAR CRY 6 kostar nú 27,99 evrur eða 3.878 krónur

It Takes Two kostar nú 19,99 evrur eða 2.770 krónur

Mortal Kombat 11 kostar nú 16,49 evrur eða 2.285 krónur

Assassin's Creed Valhalla: Dawn Of Ragnarök kostar nú 25,99 evrur eða 3.601 krónur

Resident Evil Village kostar nú 30,09 evrur eða 4.169 krónur

Kena: Bridge of Spirits kostar nú 25,99 evrur eða 3.601

Sid Meier's Civilization VI kostar nú 8,99 evrur eða 1.246 krónur

Crash Bandicoot 4: It's About Time kostar nú 34,99 evrur eða 4.848 krónur

Tony Hawk's Pro Skater 1 og 2 saman kosta nú 22,49 evrur eða 3.116 krónur

Life Is Strange: True Colors kostar nú 29,99 evrur eða 4.155 krónur

Diablo: Resurrected kostar nú 23,99 evrur eða 3.324 krónur

Alla útsöluleiki má finna á vefverslun PlayStation, eða með því að fylgja þessum hlekk. 

mbl.is