Ógnvekjandi hæfileikar Bel'Veth

Bel'Veth í League of Legends.
Bel'Veth í League of Legends. Grafík/Riot Games

Riot Games greindi nýlega frá næstu hetju innan League of Legends, Bel'Veth, með kvikmyndastiklu en nú hafa hæfileikar hennar verið opinberaðir.

Í stiklunni kemur fram að þessi keisaraynja Tómsins, Bel'Veth, hyggst endurskapa Runeterra og býr að miklum eyðileggingarmætti. Hún er í grunninn Jungler-hetja og kemur með uppfærslu 12.11 en hér að neðan má lesa um hæfileika hennar.

Hæfileikar

Passive - Death In Lavender færir Bel'Veth meiri árásarhraða á næstu tveimur árásum eftir að hafa notað einhvern af hæfileikum sínum, og ef hún drepur hetju stórra skrímsla þá eykst árásarhraði hennar varanlega.

Hins vegar eykst árásarhraðinn hennar ekki þegar hún hækkar um reynsluþrep, sem gerir skrímsla- og hetjudráp mikilvægara fyrir hana.

Q - Void Surge skýtur henni áfram í eina af fjórum áttum, þá veitir hún öllum þeim sem fyrir verða skaða. Hver átt er með sinn eigin kæliramma (e. cooldown) en hann skalast eftir þáverandi árásarhraða hennar.

W - Above and Below gerir henni kleift að slá óvini sína með skottinu sínu, sem veitir þeim  bæði skaða og hægir á þeim. Auk þess minnkar þessi hæfileiki kæliramma Void Surge og þá miðað við þá átt sem hetjan slær í.

E - Royal Maelstrom býr til storm sem umkringir hana. Stormurinn gefur Bel'Veth aukna vörn gegn skaða og gerir henni kleift að stela lífi frá öðrum, en nálægur óvinurinn sem býr að minnsta lífinu hlýtur mestan skaða. 

R - Endless Banquet gefur henni varanlegt buff sem m.a. gefur henni aukahleðslu á True Damage í annað hvert skipti gegn sama óvininum. Það skilur einnig eftir sig Void Coral í hvert skipti sem hetjur eða goðsagnakennd skrímsli eru drepin og gerir Bel'Vath kleift að fjarflytja sig í gegnum veggi með Q-hæfileikanum

Auk þess sýnir þá Bel'Veth sitt sanna andlit, þá skelfilegt Tóma-skrímsli með aukið líf, hraðari hreyfingar og jafnframt ná árásir hennar yfir stærra svæði. 

Nánar um hæfileika hennar má lesa hjá The Gamer en hér að neðan má sjá Bel'Veth úfæra þá í bardaga.

mbl.is