Slipknot til orrustu gegn guðunum

Þungarokkshljómsveitin Slipknot er nú spilanleg í tölvuleiknum Smite.
Þungarokkshljómsveitin Slipknot er nú spilanleg í tölvuleiknum Smite. Grafík/Slipknot/Hi-Rez Studios

Þungarokkhljómsveitina Slipknot er nú hægt að finna, spila og hlusta á í tölvuleiknum Smite, en þrír guðir innanleikjar hljóta Slipknot-búninga.

Í augum margra rokkara eru hljómsveitarmeðlimir Slipknot hálfgerðir guðir. Að því sögðu er þetta víxlverkefni nokkuð viðeigandi. 

„Þungarokkshljómsveitin Slipknot lætur sjá sig í tölvuleiknum SMITE. Spilarar munu geta tekið sér hlutverk einhvers af nímenningunum í bandinu og haldið til orrustu gegn guðunum í SMITE!“ segir á heimasíðu Smite um komu Slipknot.

Spilað sem Slipknot-guð

Samkvæmt uppfærsluatriðum 9.5 uppfærslunnar, verða allir Slipknot-búningarnir aðgengilegir í einni fjársjóðskistu. Fjórða hvert kistukast (e. chest roll) gefur leikmönnum færi á að velja hvaða hlut sem þeim líkar í stað þess að fá hlut af handahófi.

Hver Slipknot-hlutur mun samt verða aðgengilegur til kaups, og eru á afslætti næstu vikuna. Með því að aflæsa eða kaupa þrjá búninga eða skartgripi, fá leikmenn að nota tónlistarþema Slipknot.

Nánar um þetta og uppfærsluna má finna í uppfærsluatriðum á heimasíðu Smite.

mbl.is