WoW endurskapað í Grunt-Verkefninu

Axcel endurskapaði World of Warcraft með Unreal Engine 5.
Axcel endurskapaði World of Warcraft með Unreal Engine 5. Skjáskot/YouTube/Axcel

Efnishöfundurinn Axcel hefur verið að endurskapa World of Warcraft með Unreal Engine 5, en hann kallar gjörninginn Grunt-Verkefnið sitt. Axcel birtir reglulega myndbönd af verkefninu sínu og hafa þau vakið mikla athygli á meðal netverja.

Hlið Orgrimmar í World of Warcraft var meðal annars endurskapað með Unreal Engine 5 og rataði myndbandið af því til Asmongolds, sem er einn frægasti tölvuleikjastreymari í heiminum.

Margt að sjá

Fjöldi myndbanda sem sýna frá endurgerð WoW með Unreal Engine 5 er að finna á YouTube-rás Axcels. Þar eru myndbönd sem sýna frá WoW-persónum á hreyfingu, hlið Orgrimmar, Orgrimmar sjálfa og fleira. 

Hér að neðan má sjá eitt af þessum myndböndum.

mbl.is