Skotbardaginn tekinn í stofunni

Graham Rust spilar Half-Life úr stafrænni endurgerð af stofunni sinni.
Graham Rust spilar Half-Life úr stafrænni endurgerð af stofunni sinni. Skjáskot/YouTube/Graham Rust

Þrívíddarhönnuðurinn Graham Rust býr að sýndarveruleikagleraugum frá Valve ásamt listrænum hæfileikum, með því að sameina þetta tvennt tókst honum að færa hasarinn úr Half-Life: Alyx og koma honum fyrir á heimilinu.

Rust endurskapaði stofuna sína innan Half-Life og tókst nokkuð vel til. Tilgangurinn var þó ekki aðeins til þess að dást að henni, heldur getur Rust nú sprengt íbúðina eða keppt í skotbardaga við stafræna óvini - beint úr stofunni sinni.

Hér að neðan má horfa á myndband sem hann deildi af þessu, en myndbandið sýnir frá upprunalegu stofunni ásamt spilun Rust innan stafrænu stofunnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert