Loðfeldingar hrifnir af Blaidd í Elden Ring

Blaidd The Half-Wolf í tölvuleiknum Elden Ring er tryggur bakhjarl …
Blaidd The Half-Wolf í tölvuleiknum Elden Ring er tryggur bakhjarl Lunar Prinsessunnar Ranni. Grafík/FromSoftware

Maðurinn sem talsetti Blaidd The Half-Wolf í Elden Ring, Scott Arthur, les Twitter-færslur um sjálfan sig í myndbandi frá BuzzFeed.

Blaidd er óspilanleg persóna í tölvuleiknum Elden Ring. Hann er sérstakur í útliti en hann er hálfur úlfur og þjónar Lunar Prinsessunni Ranni sem bardagamaður og tryggur bakhjarl hennar.

Gera hosur sínar grænar

Athygli vekur hversu mörg tíst um persónuna Blaidd sneru að kynferðislegum og rómantískum áhuga netverja eða loðfeldinga á honum.

„Ég veit að þetta ruggaði bátnum í loðfeldingaheiminum (e. furry world),“ sagði Arthur en bætir við að hann hafi ekki vitað af því fyrr en hann tók að skoða þetta á netinu.

Myndbandið má horfa á í heild sinni hér að neðan.

mbl.is