Heyrnarskertir klára erfiða ránsferð

Hinn skelfilegi Jailer í World of Warcraft.
Hinn skelfilegi Jailer í World of Warcraft. Grafík/Activision Blizzard

Félag innan World of Warcraft sem samanstendur aðallega af heyrnarlausum og heyrnarskertum leikmönnum hefur klárað „Ahead of the Curve“-afrekið.

Undaunted er félag í WoW sem stofnað var af heyrnarskertum fyrir heyrnarskerta og heyrnarlausa leikmenn. Því hefur nú tekist að sigrast á The Jailer og að klára eina erfiðustu ránsferðina innanleikjar, Sepulcher of the First Ones, í Heroic-erfiðleikastigi.

Reddit-notandinn og félagi í Undaunted, Geddyn, greindi frá þessu á Reddit.

Erfiðasta ránsferðin

Sepulcher of the First Ones var innleidd í leikinn fyrr á árinu og var upprunalega svo erfið að Blizzard þurfti að uppfæra leikinn til þess að gera hana auðveldari. Það tók bestu WoW-leikmennina átján daga að klára ránsferðina í Mythic-erfiðleikastiginu.

Að klára ránsferðina í Heroic-erfiðleikastigi er talsverð áskorun líka, og enn fremur fyrir leikmenn sem geta ekki átt raddleg samskipti við hvorn annan. Undaunted tókst að klára ránsferðina eftir 120 tilraunir.

Félagið segist nú vera á meðal þeirra 15% bestu félögunum innanleikjar í sambandi við Heroic-ferðir, og er að undirbúa sig fyrir Sepulcher of the First Ones í Mythic-erfiðleikastigi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert