Um 20.000 leikmenn á sama tíma

My Time At Sandrock er kominn út í forútgáfu en …
My Time At Sandrock er kominn út í forútgáfu en fjöldi leikmanna hafa nú þegar spilað hann. Grafík/Pathea Games

Nýi tölvuleikurinn My Time At Sandrock kom út í forútgáfu (e. early access) síðastliðinn fimmtudag. Hann náði strax miklum vinsældum, en tæplega 20.000 leikmenn voru þá virkir samtímis. 

Leikurinn er sambærilegur Stardew Valley, þar sem leikmenn eru knúnir til þess að byggja sinn eigin bæ í opnum heimi og mynda tengsl við bæjarbúa. Leikmenn spila bardaga sína frá þriðju persónu-sjónarhorni en fjöldi smáleikja er líka í boði.

Umsagnir um leikinn eru að mestu jákvæðar þótt sumir leikmenn hafi kvartað yfir nokkrum gloppum innanleikjar. Samkvæmt framleiðsluverinu sem framleiddi leikinn, Pathea Games, er fjölspilunarhamur á leiðinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert