Afmælisstreymið í fullum undirbúning

Streymandinn Óla Blöndal fagnar öðrum hring í kringum sólina þann 12. júní, en þá verður hún 26 ára gömul og blæs til sérstaks afmælisstreymis með góðum gestum.

Óla hefur rutt sér til rúms í streymisgeiranum en hún hóf feril sinn fyrir um ári síðan undir nafninu olalitla96.

Áhorfendur víðsvegar um heiminn

Síðan þá hefur hún sætt sviðsljósið hér á Íslandi og jafnframt náð vinsældum erlendis, er því fjöldi áhorfenda hennar enskumælandi og talar hún þá oft á ensku af virðingu við þá.

Í síðasta mánuði blés hún m.a. til söfnunarstreymis til styrktar Píeta Samtökunum og tókst henni ásamt áhorfendum að safna 350.000 krónum.

Tíu andlit úr bransanum

Sem fyrr segir mun Óla fagna afmælinu sínu þann 12. júní með gestum en þeir verða níu talsins. Á meðal gesta eru þrír sem eru á samning hjá Twitch, eða þá Twitch samstarfsmenn (e. Twitch partners).

Þar að auki verður ein af fyrirmyndum Ólu með í streyminu, en það er streymandinn Crowegamingg.

Óla Blöndal fagnar 26. afmælinu sínu með níu öðrum streymöndum.
Óla Blöndal fagnar 26. afmælinu sínu með níu öðrum streymöndum. Grafík/Óla Blöndal

Streymandar sem munu taka þátt í afmælinu þann 12. júní eru eftirfarandi:

TheBrokeDadGaming

Crowegamingg

JustLayingDown

MojoMagicTV

Biggysweats

xKittyMe0w

CrazyCrystal04

StreakyN_Y_K

prime_rib94

Hefur ekki vantað áður

Dagskráin er ekki fullmótuð en í samtali við mbl.is segir Óla að klassískir leikir eins og „ég hef aldrei“ og „hvort myndiru frekar?“ verði teknir fyrir. 

Það má búast við fjörlegri dagskrá en allir tíu streymandar hafa gott orð á sér í geiranum og Óla engu að síður. En hún er förðunarfræðingur að mennt og hefur m.a. nýtt þá þekkingu í streymunum sínum. Þá hefur hún t.d. skellt sér í ýmis gervi og jafnframt málað listaverk í beinni fyrir áhorfendur. 

Allir velkomnir í afmælið

Þar sem gestir Ólu og stór hluti áhorfenda eru enskumælandi mun streymið að öllum líkindum vera að stórum hluta til á ensku, en öllum er þó velkomið að koma og spjalla með. Hvort sem það er á ensku eða íslensku.

Útsending hefst á sunnudeginum 12. júní klukkan 20:00 á Twitch-rásinni hennar Ólu en gestir mæta um 21:00. Nánari upplýsingar um streymið munu berast þegar nær dregur.

mbl.is