LAVA Esports skoðar það að stækka við sig

LAVA Esports.
LAVA Esports. Grafík/LAVA Esports

LAVA Esports, tvöfaldur Íslands- og deildarmeistari í Rocket League, skoðar nú leikmannamarkaðinn bæði í Rocket League og mögulega öðrum leikjum.

„Við höfum alltaf verið með það markmið að vera í fremstu röð í þeim leikjum sem við keppum í. Það hefur gengið vel í Rocket League og vonandi höfum við tækifæri til að láta til okkar taka á fleiri stöðum fljótlega,“ segir Gunnar Þór Sigurjónsson, einn af eigendum LAVA Esports.

Brúa bilið og skoða tækifærin

„Við gerum vissulega kröfu á leikmennina okkar um metnað, fagmennsku og vilja til að ná lengra. Nú erum við að horfa á það að bilið milli íslensku og erlendu senunar er að minnka í sumum leikjum og því er full ástæða fyrir bæði íslensk lið og fyrirtæki að skoða tækifærin sem eru að myndast í Íslenskum rafíþróttum og styðja við þær.“

Er LAVA að fara sækja erlenda leikmenn ?

„LAVA Esports er íslenskt lið, við útilokum ekki að sækja í erlenda talenta ef það hjálpar liðinu og okkar leikmönnum hér heima. Markmiðið er ekki að skilja íslendingana eftir og byggja upp erlent lið. Við viljum keppa hér heima þótt að markmiðið sé ávallt að sækja meira og meira á erlendar keppnir.“

Hreysti lykilatriði í öllum íþróttum

„Núverandi leikmenn hafa verið með ýmis fríðindi og þar með talið ræktarkort hjá World Class og þjálfun þar til að auka líkamlegt hreysti. Það gleymist oft að líkamlegt og andlegt hreysti er lykilatriði í rafíþróttum eins og öðrum íþróttum. Það hefur því verið eitt af markmiðum LAVA að ýta undir það og styðja við okkar leikmenn að ná árangri innan og utan leikja.“

Að lokum bendir Gunnar áhugasömum leikmönnum eða fyrirtækjum á að hafa samband við sig í netfangið gunnar@lavaesports.com eða kíkja á Discord-rás liðsins til þess að fá nánari upplýsingar.

Værir þú til í að spila tölvuleik á íslensku?

  • Já klárlega
  • Nei helst ekki
  • Hef ekki sterka skoðun á því
mbl.is