Skráning hafin í sumarnámskeið Ármanns

Ljósmynd/Colourbox/Dean Drobot

Rafíþróttadeild Ármanns hefur nú opnað fyrir skráningu á sumarnámskeið fyrir börn og unglinga. 

Ármann heldur tvö sumarnámskeið í rafíþróttum frá 20. júní fram að 1. júlí. Annað námskeiðið er ætlað börnum á aldrinum tíu til þrettán ára en hitt er fyrir unglinga á aldrinum þrettán til átján ára.

Þá hafa börn kost á að leggja rækt á líkama og sál á meðan þau bæta sig í leiknum og samskiptum, en æfingar fara fram undir handleiðslu þjálfara á lansetrinu Ground Zero.

Lykilþættir í rafíþróttum

Farið verður yfir mikilvægi svefns, mataræðis og hreyfingar og eins hvernig þessir þættir hafa áhrif á árangur og frammistöðu í rafíþróttum. Börnin fara með líkamlegar æfingar og teygjur á hverri æfingu auk þjálfunar í spilun leikja.

Þar að auki verður lögð áhersla á samvinnu og samskipti sem skiptir miklu máli í rafíþróttum, fá þá því börnin tækifæri til þess að bæta sig sem liðsfélaga.

Skráning fer fram í gegnum Sportabler-síðu Ármanns.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert