Krafla og XY eSports hampa sigri

Spilað í íslenskum Valorant-deildum á vegum Rafíþróttasamtaka Íslands.
Spilað í íslenskum Valorant-deildum á vegum Rafíþróttasamtaka Íslands. Grafík/Rafíþróttasamtök Íslands

Úrslitaviðureignir í Opna Flokknum og Kvennaflokknum á Íslandi í Valorant voru spilaðar um helgina og var sýnt frá þeim í beinu streymi á Twitch-rás Rafíþróttasamtaka Íslands.

Vert er að nefna að Kvennaflokkurin er fyrsta kvennadeildin á Íslandi í tölvuleiknum Valorant.

Náð á tali við sigurvegara

XY eSports og Dímon Esports mættust í úrslitum Opna Flokksins og hömuðust á lyklaborðinu. Í lok viðureignar var staðan 2:0 XY í hag og stóðu því XY eSports uppi sem sigurvegarar þessa tímabils. 

Að viðureign lokinni spjallaði Bjarki Melsted, verkefna- og mótastjóri RÍSÍ stuttlega við sigurvegarana.

Hér má horfa á viðtalið við XY eSports eftir sigurinn.

Fyrstar að sigra í kvennadeildinni

Í beinu framhaldi mættust liðin Krafla og GORLS í úrslitaviðureign kvennaflokksins. Liðsmenn Kröflu gengu síðan frá borðinu eftir 2:0 sigur gegn GORLS.

Bjarki Melsted náði á tali við liðsmenn Kröflu eftir sigurinn, en þær voru fyrstu sigurvegarar kvennadeildarinnar í Valorant á Íslandi.

Hér má horfa á viðtalið við Kröflu eftir sigurinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert