Leiðtogafærni tekin fyrir á námskeiðinu

Rafíþróttasamtök Íslands og Ofbeldisforvarnarskólinn fara af stað með námskeið fyrir …
Rafíþróttasamtök Íslands og Ofbeldisforvarnarskólinn fara af stað með námskeið fyrir unglinga. Grafík/Rafíþróttasamtöl Íslands/Ofbeldisforvarnarskólinn

Rafíþróttasamtök Íslands fara af stað með námskeið fyrir unglinga í samstarfi með Ofbeldisforvarnaskólanum.

Námskeiðið fer fram vikuna 20. til 24. júní og er ætlað unglingum á aldursbilinu þrettán til sextán ára. Skráning er nú þegar opin og hægt er að nálgast hana á vefverslun Rafíþróttasamtakanna.

Áhersla á góð samskipti

Í tilkynningu segir að námskeiðið snúi að leiðtogafærniþjálfun og sé áhersla lögð á jákvæð og góð samskipti við spilun rafíþrótta.

Námskeiðið skiptist upp í nokkra þætti, en þar á meðal fá börn fræðslu, verkefni og þjálfun í rafíþróttum.

Læra að breyta neikvæðu mynstri

„Námskeiðið skiptist upp í fræðslu, verkefni og tölvuleikjaspil þar sem m.a. er farið yfir hvað gerir góðan liðsfélaga, samskipti jákvæðra leiðtoga í tölvuleikjaspilun og þátttakendur fá í hendur leiðir til að breyta neikvæðum hegðunarmynstrum,“ segir í tilkynningu RÍSÍ.

Stefnt er að veita þjálfun í tölvuleikjunum Counter-Strike: Global Offensive, Fortnite og Rocket League á námskeiðinu, en spilað verður í rafíþróttahöllini Arena.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert