SETTÖPP: Hundrað sinnum betri en pabbi hennar í tölvuleikjum

Eva Margrét Guðnadóttir hefur spilað tölvuleiki með tvíburasystur sinni Ölmu frá því hún man eftir sér.

Í dag vinnur hún hjá Rafíþróttasamtökum Íslands (RÍSÍ) við framleiðslu á efni auk þess sem hún er meðlimur hópsins Babe Patrol.

Hópinn skipa þær systur ásamt tveimur vinkonum sínum, Elmu og Högnu, en vinkonurnar fjórar hafa undanfarið gert garðinn frægan við að streyma tölvuleikjum um netið.

Eva var þriðji gestur þáttarins SETTÖPP þar sem tölvuleikjaunnendur eru sóttir heim og aðstaðan könnuð – kíkt á settöppið.

Eva Margrét sýndi okkur settöppið sitt. Hægt er að sjá …
Eva Margrét sýndi okkur settöppið sitt. Hægt er að sjá það og mun fleira í spilaranum fyrir ofan. mbl.is/Ágúst Óliver

Miklu betri en pabbi þeirra

„Já ég man alltaf eftir því þegar ég og systir mín vorum litlar, þá vorum við alltaf að spila [leikinn] Spyro og eitthvað,“ segir Eva.

„Ég kom einhvern tíman heim úr skólanum og þá var mamma að klára eitthvert borð sem okkur fannst svo erfitt.“

„Hún var alltaf að spila bara með okkur.“

Því er ljóst að tölvuleikagenið rennur sterkt í fjölskyldunni. Faðir Evu er þó ekki eins lunkinn á fjarstýringarnar: 

„Hann er eitthvað annað lélegur. Ég er svona hundrað sinnum betri en hann,“ segir Eva og flissar. 

„Hann þorir ekki að spila við mig og systur mína því við erum svo góðar og erum alltaf að drulla yfir hann.“

Sjáðu þáttinn í spilaranum hér fyrir ofan.

The Babe Patrol á Instagram:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert