Fyrsta mótið í sumar um helgina

Sumarmótaröðin í Rocket League á Íslandi er að fara af stað, og hefur nú þegar verið opnað fyrir skráningu í fyrsta mótið.

Fyrsta mótið í sumarmótaröðinni fer fram á sunnudaginn og verður spilað í tveggja manna-liðum.

Tvöföld útsláttarkeppni

Keppt verður í tvöfaldri útsláttarkeppni og fara allir leikir í efra leikjatré fram með best-af-þremur fyrirkomulagi fram að fjögurra liða úrslitum. En þá verða leikirnir spilaðir með best-af-fimm fyrirkomulagi. 

Allir leikir í neðra leikjatré verða spilaðir með best-af-þremur fyrirkomulagi, nema úrslitaleikurinn sem verður með best-af-fimm fyrirkomulagi.

Loka úrslitaleikur mótsins verður síðan spilaður með best-af-sjö fyrirkomulagi, en nánar um þetta sem og skráningu má finna með því að fylgja þessum hlekk.

mbl.is