S1mple íhugar að taka sér hlé

S1mple keppir með Natus Vincere, NAVI, í tölvuleiknum Counter-Strike: Global …
S1mple keppir með Natus Vincere, NAVI, í tölvuleiknum Counter-Strike: Global Offensive. Ljósmynd/PGL Esports

Ein skærasta stjarnan í CS:GO um þessar mundir gæti verið að taka sér hlé frá keppnissenunni þrátt fyrir að úrslitakeppni vortímabilsins í BLAST Premier sé að bresta á.

Í samtali við HLTV segist leikmaðurinn s1mple í Natus Vincere íhuga að taka sér hlé frá keppnisferilnum sínum í náinni framtíð til þess að hlúa að persónulegum málum.

Hann segir innrásina í Úkraínu hafa hafa „eyðilaggt NAVI andlega“, en leikmenn liðsins eru frá Rússlandi, Úkraínu og Slóvakíu. 

Búa í ferðatösku

Eftir innrásina hafa leikmenn NAVI ekki átt sjö dagana sæla eða getað snúið heim í hversdagslífið í Úkraínu og Rússlandi. Leikmennirnir eru búnir að vera meir og minna á ferðalagi frá því í febrúar, sem hefur óhjákvæmilega tekið sinn toll á andlegu heilsuna þeirra.

„Ég bý allsstaðar, bara að ferðast og ferðast, og ég er orðinn andlega þreyttur á þessu,“ sagði s1mple.

Hann heldur áfram og bætir við að hann gæti jafnvel þurft að draga sig í hlé til þess að takast á við persónuleg mál.

Framtíð NAVI óljós

„Kannski mun ég taka mér hlé vegna þess að ég þarf að gera hluti í lífinu, eins og ég þarf að flytja, ég þarf að safna saman fullt af skjölum.“

„Þegar þú ert með mót eftir mót hefur þú bara engan tíma.“

Þar sem að leikmenn liðsins eru allir frá Rússlandi eða Úkraínu gætu fleiri þurft að draga sig í hlé og takast á við persónuleg mál, og nefndi s1mple að framtíð liðsins væri óljós.

„Ég veit ekki hvað er að fara að gerast með félagið og alla leikmennina. Við eigum eftir að ákveða hvort við munum halda hópinn eða hvort við ættum að útfæra fleiri breytingar.“

Ekki vegna frammistöðu

Sem stendur er verið að stokka upp í uppstillingu NAVI. Til dæmis var leikmaðurinn Boombl4 var settur á bekkinn eftir heimsmeistaramótið í Antwerp í síðasta mánuði.

NAVI þakkaði honum fyrir samstarfið með tilkynningu og tók fram að þetta hafði ekkert að gera með frammistöðu hans, heldur vegna „mikillar áhættu fyrir orðsporið þeirra“.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert