Sýna frá fjórða tímabili Call of Duty

Call of Duty: Vanguard.
Call of Duty: Vanguard. Grafík/Activision Blizzard

Ný kynningarstikla af fjórða tímabili Warzone og Vanguard í Call of Duty-leikjaröðinni gefur áhorfendum snefilþefinn af því hvers má vænta af tímabilinu.

Fjórða tímabilið, Mercenaries of Fate, tekur strax við því þriðja og hefst eftir eina viku, eða þann 22. júní. 

Kynningarstiklu tímabilsins var tíst á opinbera Twitter-aðgangi Call of Duty, en hér að neðan má horfa á hana.

Nýtt tímabil, nýtt efni

Nýtt tímabil í Warzone og Vanguard þýðir að leikurinn verði uppfærður og von er á allskonar nýju efni í gegnum nýjan bardagapassa.

Má þá búast við nýjum vopnum, útsendurum og tónlist ásamt kallkortum og búningum fyrir vopn og bifreiðar. 

Leikmenn geta unnið sig upp um hundrað reynsluþrep í bardagapassanum og fengið verðlaun fyrir hvert skipti sem hækkað er um þrep.

Auk nýjunga verður gert við einhverjar gloppur með uppfærslunni og jafnvel gerðar breytingar á vopnum.

mbl.is