Hjálpleg viðbót fyrir leikmenn í LoL

Porofessor-viðbótin hjálpar leikmönnum í League of Legends.
Porofessor-viðbótin hjálpar leikmönnum í League of Legends. Skjáskot/Overwolf/Porofessor

Sérstök viðbót fyrir League of Legends getur veitt leikmönnum nánari innsýn í spilamennsku sína, spilun hetja og fleira.

Porofessor-viðbótin nýtist leikmönnum vel við að æfa sig og fá betri tilfinningu fyrir eigin styrkleikum og spilamennsku. Porofessor er ein af fjölmörgum viðbótum sem fást í gegnum Overwolf, en þar má finna viðbætur fyrir fjölda leikja.

Ráðleggur og upplýsir

Porofessor tekur saman frammistöðu leikmannsins eftir hvern LoL-leik og myndar þar með gagnagrunn sem notaður er til ráðlegginga.

Þá ráðleggur hann leikmanninum hvaða kortum væri gott að hafna áður en leikur hefst ásamt fleiri ráðleggingum sem undirbýr leikmanninn.

Hægt er að setja upp fyrirframgerða uppbyggingu innanleikjar, galdra og rúnir í Porofessornum sem getur sparað leikmanni tíma.

Betur sjá augu en auga

Þar að auki veitir hann upplýsingar um mótherja og hvernig er hægt að sigrast á þeim, sem ekki bara auðveldar leikmönnum fyrir í hverjum leik fyrir sig, heldur hjálpar þeim líka að kynnast hetjunum í leiknum betur.

Eftir hvern leik býður Porofessorinn upp á að skoða samantekt af leiknum, þar geta leikmenn farið yfir frammistöðuna sína og komið auga á hvað mætti gera og æfa betur.

Hægt er að sækja viðbótina sem og lesa sér nánar til um hana með því að fylgja þessum hlekk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert