Súper-mót í Kópavogi verður í beinni

Super Smash Bros Ultimate.
Super Smash Bros Ultimate. Grafík/Nintendo/Sora

Íslenska mótaröðin Zoner's Paradise heldur súper-mót í samstarfi með Rafíþróttasamtökum Íslands næstkomandi sunnudag.

Super Zoner's Paradise fer fram í rafíþróttahöllinni Arena og er síðasta mótið í mótaröðinni fyrir sumarfrí og sætaröðun. Þá verður árangur og frammistaða þátttakanda í mótaröðinni, frá móti til móts, tekin saman og raðað upp í sæti.

Verður í beinni útsendingu

Rafíþróttasamtök Íslands, RÍSÍ, munu streyma frá mótinu í gegnum framleiðsluverið sitt, en þetta er í fyrsta skiptið sem að samtökin streyma frá Zoner's Paradise-mótaröðinni.

Sem fyrr segir verða verðlaun í boði fyrir efstu þrjú sætin, má þar nefna inneignir á veitingastaðnum Bytes fyrir tugi þúsunda.

Hlaðborð af veitingum

Þátttökugjald hljóðar upp á 2.990 krónur og felur í sér keppnisrétt og hlaðborð á Bytes, en fyrir börn sem ekki hafa náð sextán ára aldri er slegið af verðinu. Þá kostar aðeins 2.490 krónur fyrir 15 ára og yngri.

Skráning er opin öllum og eru bæði nýliðar jafnt sem lengra komnir hvattir til þess að mæta og spreyta sig í bardagaleiknum Super Smash Bros Ultimate.

Hægt er að nálgast skráningu og reglur í gegnum þennan hlekk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert