Dansað í kringum eldinn í WoW

Draenei-drottning dansar við eldinn í World of Warcraft á Eldhátíð …
Draenei-drottning dansar við eldinn í World of Warcraft á Eldhátíð Miðsumarsins, Midsummer Fire Festival. Grafík/Activision Blizzard

Í World of Warcraft geta leikmenn dansað í kringum eldinn þar sem að Eldhátíð miðsumarsins, Midsummer Fire Festival, er í fullm gangi. 

Eldhátíðin fer fram árlega við sumarsólstöður og er fjöldi afþreyingarmöguleika og verðlauna í boði á hátíðinni fyrir leikmenn. Hún hófst í gær og stendur fram til 5. júlí.

Óspilanlegar persónur standa við brennur sem finna má víða um heiminn, eða eru á rölti í stærstu borgum Warcraft-heimsins.

Óspilanlegu persónurnar gefa leikmönnum sérstök verkefni og selja ákveðna hluti, eins og dót, búninga, gæludýr, erfðagripi og fleira í skiptum fyrir Eldblóm (e. Burning Blossoms).

Eldblóm eftirsótt á hátíðinni

Leikmenn geta orðið sér úti um reynslustig, gull, afrek og Eldblóm með því að ferðast á milli brenna og kveikja eða slökkva á bálinu. Fjölbreyttir smáleikir eru spilanlegir í stærstu borgunum og spilarar geta unnið til verðlauna.

Þar að auki geta leikmenn fengið Ribbon Dance-buffið með því að dansa í kringum Ribbon-súluna. Buffið eykur reynslustigagjöf um 10% í þrjár mínútur.

Buffið er hægt að lengja um allt að klukkustund með því að dansa lengur í kringum súluna, en fyrir hverjar þrjár sekúndur sem dansað er, fást þrjár auka mínútur. 

Buffar alla á svæðinu

Hægt er að kasta Eldblómi í brennuna og það veitir öllum nálægum leikmönnum Fire Festival Fury-buffið sem gildir í klukkustund. Buffið eykur líkur buffhafa á þungahöggi (e. critical strike) um 3% og veitir óvinum eldskaða.

Ef slökkt er í eldinum þegar leikmenn koma að brennunni, geta þeir gefið öllum á svæðinu Bonfire's Blessing-buffið með því að kasta Eldblómi í hana.

Við það aukast líkur allra leikmanna í sama flokki (e. faction) á að veita tíu stiga eldskaða í bardaga, hvort sem það er í návígí, úr fjarlægð eða með galdri. Fyrir hvert reynsluþrep bætast tíu eldstig við, svo leikmaður í reynsluþrepi 40 gæti þá veitt óvinum óvæntan 400 stiga eldskaða með buffinu.

Ahune bíður eftir leikmönnum

Leikmenn sem eru í 20. reynsluþrepi eða hærra geta skráð sig í sérstaka dýflissuferð, The Frost Lord Ahune, á meðan hátíðinni stendur. Aðeins leikmenn í háu reynsluþrepi fá fjársjóði í dýflissuferðinni og eru þeir í 158. hlutastigi (e. loot level).

Í dýflissunni mæta leikmenn Frostherranum Ahune. Ef þeir sigrast á honum geta leikmenn fengið einstaka hluti ásamt Eldblómum og reynslustigum.

Til þess skrá sig í dýflissuferðina er hægt að fara í biðröð með því að notast við dýflissuleitina eða með því að tala við Earthen Ring Elder sem er að finna í öllum aðal Eldhátíðar-búðunum.

Nánar um hátíðina má lesa á Wowhead eða í tilkynningu á heimasíðu leiksins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert