Metnaðarfull auglýsing frá PlayStation

Mr. Malcolm sætir sviðsljósið í nýrri auglýsingu um PlayStation Plus-áskriftina.
Mr. Malcolm sætir sviðsljósið í nýrri auglýsingu um PlayStation Plus-áskriftina. Skjáskot/YouTube

Íslendingar hafa nú aðgang að næstu kynslóð PlayStation Plus-áskriftinni og birti PlayStation einstaklega metnaðarfulla auglýsingu um hana.

Fyrr á árinu tilkynnti PlayStation um breytingar á áskriftaleiðinni PlayStation Plus, sem býður áskrifendum upp á fjölda leikja í hverjum mánuði. 

Veistu hver þú ert ?

Með bloggfærslu sem birt var á opinberu heimasíðu PlayStation kemur fram að nýja PlayStation Plus-áskriftin sé nú opinberlega komin í loftið í Evrópu, Miðausturlöndum, Suður-Afríku, Ástralíu og Nýja Sjálandi.

Í tilefni þess deilir PlayStation nýrri auglýsingu með netverjum sem „færir áhorfendur í dularfullan og heillandi heim sem sýnir frá líferni sem allir geta lifað í gegnum dásamlegar tölvuleikjaspilunar-upplifanir“.

Auglýsingin ber titilinn „Hvers vegna að vera eitthvað eitt, þegar þú getur verið hvað sem er?“

„Veit einhver hver hann er í raun og veru? Kannaðu hver þú getur orðið með glænýja PlayStation Plus,“ segir svo undir auglýsingunni þar sem áhorfendur fylgjast með förum Mr. Malcolm.

Hér að neðan má horfa á hana í heild sinni. 

120 klukkur á tveimur mínútum

Undirbúningur auglýsingarinnar tók 35 daga og fóru tökur fram á sex mismunandi stöðum, á sex dögum. Alls tóku 162 einstaklingar saman höndum við að gera Mr. Malcolm að raunveruleika, þar af 68 leikarar og 94 einstaklingar í tökuliðinu. 

PlayStation segir fleiri en tólf páskaegg falin í myndinni sem eru faldar tilvitnanir í tölvuleiki og eru áhorfendur nú þegar byrjaður að deila staðsetningum þeirra í ummælakerfinu undir myndbandinu.

Mikil vinna og tími fór í auglýsinguna og má nefna að 120 klukkur voru notaðar í henni ásamt 80 bikörum, en alls voru yfir 1.270 leikmunir notaðir.

Nýir tímar hjá PlayStation

„Við viljum þakka PlayStation-samfélaginu fyrir að vera með okkur í þessu ferðalagi undanfarinn áratug á meðan PlayStation Plus hefur þróast í gegnum árin,“ segir í tilkynningu.

„Þetta er upphafið á nýjum tímum fyrir PlayStation Plus og við erum spennt fyrir möguleikunum sem eru framundan.“

mbl.is