Spilað World of Warcraft frítt

Margir kannast við tölvuleikinn World of Warcraft, þar sem leikmenn geta sett sig í hlutverk ævintýralegra vera og kannað hinn gríðarstóra fjölspilunarheim með öðrum leikmönnum.

Til þess að spila hann hafa leikmenn þurft að kaupa sér spilatíma, en Blizzard kynnir nýja leið til þess að „hefja næsta frábæra ævintýrið“ og býður nú forvitnum leikmönnum að prófa World of Warcraft frítt.

Þá geta forvitnir tölvuleikjaspilarar sett sig í hlutverk öflugrar hetju og barist við skrímsli, farið í dýflissuferðir og fleira í Azeroth upp að 20. reynsluþrepi án þess að greiða fyrir það.

Skapa sína eigin hetju

„Með þessarri fríu prufuáskrift að World of Warcraft, skapar þú þína eigin hetju, slæst í för með Horde eða Alliance og ferðast til dularfullu eyjanna í Exile's Reach í leit að týndum varningi,“ segir á heimasíðu Blizzard.

„ Búðu þig undir að fara um borð ævintýramaður, fyrsta verkefnið þitt bíður þín.“

Það styttist í næsta aukapakkann í World of Warcraft, Dragonflight, en hann kemur út síðar á þessu ári.

Er þetta því kjörið tækifæri fyrir þá sem hafa aldrei spilað World of Warcraft til þess að prófa hann, eða jafnvel fyrir leikmenn sem hafa lagt músina á hilluna, en eru tilbúnir að gefa leiknum annað tækifæri. 

Nánar um þetta má lesa á með því að fylgja þessum hlekk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert