Spennandi leikir á afslætti á Steam

Á Sumarútsölu Steam 3000 eru þúsundir leikja á afslætti.
Á Sumarútsölu Steam 3000 eru þúsundir leikja á afslætti. Grafík/Steam

Þúsundir tölvuleikja eru á útsölu á leikjaveitunni Steam þar sem hin árlega sumarútsala veitunnar er hafin. Útsalan stendur yfir fram að 7. júlí og eru leikir á allt að 85% afslætti.

Steam kallar útsöluna „Sumarútsala Steam 3000“ og hefur tímaflakkandi stríðnispúka að nafni Clorthax í fararbroddi.

Clorthax kemur með „tíu bestu leiki framtíðarinnar“ og á meðan útsölunni stendur mun hann gefa upp vísbendingar um leiki sem þú getur safnað.

Hægt er að vinna sér inn verðlaun með því að öðlast ákveðna titla, en nánar um Clorthax má finna með því að fylgja þessum hlekk.

Hér að neðan er listi yfir nokkra leiki sem eru á afslætti en það er einnig hægt að kaupa gjafabréf og senda vinum sínum eða fjölskyldumeðlimum.

Spennandi leikir

DRAGON BALL FighterZ er á 85% afslætti og kostar nú 8,99 dali eða 1.192 krónur

Sid Meier's Civilization VI er á 85% afslætti og kostar nú 8,99 dali eða 1.192 krónur

FIFA 22 er á 84% afslætti og kostar nú 9,59 dali eða  1.271 krónur

Batman Arkham Knight er á 80% afslætti og kostar nú 3,99 dali eða 529 krónur

The Witcher: Wild Hunt er á 80% afslætti og kostar nú 7,99 dali eða 1.059 krónur

Dishonored er á 80% afslætti og kostar nú 1,99 dali eða 264 krónur

Dishonored 2 er á 80% afslætti og kostar nú 5,99 dali eða 794 krónur

Star Wars Jedi: Fallen Order er á 75% afslætti og kostar nú 9,99 dali eða 1.324 krónur

Street Fighter V er á 75% afslætti og kostar nú 4,99 dali eða 661 krónur

The Sims 4 er á 75% afslætti og kostar nú 4,99 dali eða 661 krónur

It Takes Two er á 60% afslætti og kostar nú 15,99 dali eða 2.119 krónur

Tom Clancy's Rainbow Six Siege er á 60% afslætti og kostar nú 7,99 dali eða 1.059 krónur

Football Manager 2022 er á 50% afslætti og kostar nú 27,49 dali eða 3.644 krónur

Ghostwire: Tokyo er á 50% afslætti og kostar nú 29,99 dali eða 3.975 krónur

Red Dead Redemption 2 er á 50% afslætti og kostar nú 29,99 dali eða  3.975 krónur

Sea of Thieves er á 50% afslætti og kostar nú 19,99 dali eða 2.649 krónur

Days Gone er á 50% afslætti og kostar nú 24,99 dali eða 3.312 krónur

Dying Light 2 Stay Human er á 33% afslætti og kostar nú 39,99 dali eða 5.300 krónur

Final Fantasy VII Remake er á 29% afslætti og kostar nú 49,69 dali eða 6.586 krónur

LEGO Star Wars: The Skywalker Saga er á 25% afslætti og kostar nú 37,49 dali eða 4.969 krónur

God of War er á 20% afslætti og kostar nú 39,99 dali eða 5.300 krónur

Tiny Tina's Wonderlands er á 20% afslætti og kostar nú 47,99 dali eða 6.361 krónur

Teenage Mutant Ninja Turtles: Shredder's Revenge er á 10% afslætti og kostar nú 22,49 dali eða 2.981 krónur

Alla leiki má finna á heimasíðu Steam.

mbl.is