Valorant-leikmenn hvattir til að skrá sig

Valorant.
Valorant. Grafík/Riot Games

Íslenskir Valorant-leikmenn hafa nú kost á að skrá sig í „lítið og skemmtilegt liðsstjóramót“ sem er ætlað til þess að hita upp fyrir næstu deild sem byrjar í ágúst.

Á liðsstjóramótum eru leikmenn kosnir í lið af liðsstjórum, en hægt er að taka fram áhuga sinn á að vera liðsstjóri við skráningu.

Hafa leikmenn því tækifæri til þess að bæði vera kosnir í lið eða að kjósa sjálfir skráða leikmenn í liðið sitt.

Kosið á fimmtudaginn

Skráningu lýkur á miðvikudaginn og fer kosning fram á fimmtudeginum í beinu streymi á íslensku Valorant Twitch-rásinni, en þá kemur í ljós hvaða leikmenn spila með hvaða liði.

Leikir verða spilaðir 2.-3. júlí frá klukkan 15:00 til 20:00 og svo aftur þann 9. og 10. júlí klukkan 20:00. 

Allir Valorant-leikmenn sem hafa náð sextán ára aldri eru hvattir til þess að skrá sig óháð ranki eða hvort sem vinir þeirra taki þátt eða ekki.

Athugið að það er sextán ára aldurstakmark á mótið og þeir sem hafa ekki náð 18 ára aldri þurfa að skila leyfisbréfi frá forráðamanni.

Skráningu sem og reglur má finna með því að fylgja þessum hlekk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert