Seinni beta-útgáfa Overwatch 2 í loftið

Overwatch 2.
Overwatch 2. Grafík/Blizzard Entertainment, Inc.

Það styttist óðum í komu Overwatch 2 en hann er nú kominn í seinni beta-útgáfuna, sem gerir ákveðnum hóp leikmanna kleift að prófa og spila hann.

Fleiri leikmenn fá aðgang

Valdir leikmenn sem skráðu sig í beta-útgáfuna geta spilað Overwatch 2 frá deginum í dag. Upprunalega áttu aðeins fáir leikmenn að fá aðgang, en Blizzard stefnir á að fjölga leikmönnum í beta-útgáfunni með tímanum.

Þann 5. júlí er reiknað með að gefa enn fleiri leikmönnum aðgang að beta-útgáfunni, og öllum sem skráðu sig fyrir 14. júlí.

Leikmenn sem skráðu sig en fengu ekki aðgang í þetta skiptið þurfa því ekki að hafa áhyggjur.

Leikurinn kemur út þann 4. október og verður þar að auki gjaldfrjáls til spilunar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert