Spilað sem lávarður í gegnum símann

Gamigo tilkynnir um nýjan búskapshermi fyrir farsíma, Fantasy Town, sem kemur út þann 18. júlí og verður í boði á iOS- og Android-farsímum.

Í Fantasy Town eru leikmenn settir í hlutverk Arsendal lávarðs sem reynir sitt allra besta við að komast undan ábyrgðarstöðu sinni í bænum.

Dýpri innsýn í baksöguna

Leikmenn takast á við fjölbreytt verkefni sem hjálpa bænum að blómstra. Verkefni á borð við að hlúa að ræktun, uppbyggingu bæjarins, að halda bæjarbúum ánægðum og fleira.

Í gegnum leikinn og verkefnin fá leikmenn að kynnast Arsendal betur og fá innsýn í baksöguna hans ásamt fyrrum lávarði bæjarins - sem var faðir hans.

Til viðbótar við ræktunareiginleika leiksins býr leikurinn að hlutverka- ævintýra- og könnunarþáttum sem veita honum meiri dýpt. 

Tröll, krákur og dýflissur

Leikmenn geta átt von á því að þurfa að berjast við tröll sem eru til vandamála, hækka reynsluþrep bæjarbúa sinna svo þeir geti orðið að sterkari stríðsmönnum eða handavinnumönnum, þenja út bæjarmörkin og fara í dýflissuferðir í von um að finna sjaldgæfa hluti.

Sérstakir viðburðir munu einnig fara reglulega fram innanleikjar þar sem leikmenn geta unnið sér inn verðlaun með því að taka þátt í nokkrum smáleikjum.

Stofnað til félags með vinum

Leikmenn geta þar að auki hjálpað hvorum öðrum með því að gerast vinir í leiknum eða stofnað til félags (e. guild). Þá geta þeir hjálpað hvorum öðrum við að sinna bænum á meðan annar er fjarverandi. Slökkt í eldum, bjargað plöntum eða varið bæinn fyrir skrímslum og krákum.

„Draumar rætast með samvinnu, og í Fantasy Town geta allir komist af með smá hjálp frá vinum sínum,“ segir í tilkynningu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert