Auðveldara að finna leikfélaga í Fortnite

Fortnite.
Fortnite. Grafík/Epic Games

Tölvuleikurinn Fortnite getur verið mjög skemmtilegur að spila með vinum en handahófskenndar viðureignir með ókunnugum getur reynt meira á þar sem leikmenn þekkja ekki spilahætti hvors annars.

Nú geta leikmenn átt auðveldar með að finna sér félaga til að spila við með því að notast við ákveðnar merkingar. Þá geta leikmenn tekið fram hverjir þeirra uppáhalds leikhamir eru, hvort þeir noti míkrafón og fleira.

Þegar leikmaður hefur bætt við að lágmarki einni merkingu getur hann bæði sent og fengið boð um að spila frá öðrum sem nota sömu merkingar. 

Þessi eiginleiki er ætlaður til þess að auðvelda leikmönnum að finna sér hentugan leikfélaga á auðveldari máta, en nánar um þetta má lesa í bloggfærslu frá Fortnite.

mbl.is