Stjörnuverðirnir koma við í Los Angeles

Riot Games tilkynnti nýlega um endurkomu Stjörnuvarðanna með myndbandi, en þann 14. júlí mun sérstakur viðburður fara af stað í LoL.

Áður en viðburðurinn hefst munu Stjörnuverðirnir koma við í Los Angeles á Anime Expo, sem er stærsta anime-ráðstefnan í Norður-Ameríku.

Stjörnubás og eftirhermur

Stjörnuverðirnir verða með sérstakan bás í Stjörnuvarða-þema, þar geta gestir kynnt sér baksöguna þeirra nánar og fengið einstakt Anime Expo Stjörnuvarðaplakat með sér heim.

Við básinn verða nokkrar Stjörnuvarða-eftirhermur og þar af nokkrir af uppáhalds efnishöfundum Riot Games. Má þar nefna Spiral Cats, Peyton Cosplay, Stella Chuu, Vkryp, Akemikuncosplay og fleiri.

Nánar um þetta má lesa í bloggfærslu á opinberu heimasíðu League of Legends.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert