Leikurinn frír á Steam fram á miðnætti

Tell Me Why.
Tell Me Why. Grafík/Dontnot Entertainment

Tölvuleikurinn Tell Me Why er frír á Steam þangað til á morgun, en hann kostar annars 19,99 bandaríkjadali eða 2.670 íslenskar krónur.

Tell Me Why er frásagna- og ævintýra-leikur þar sem tvíburar nota ofurnáttúrulega tengingu sína til þess að komast að sannleikanum um erfiðu fortíðina þeirra.

Leikurinn hefur unnið til fjölda verðlauna og er frá Dontnod Entertainment, sama framleiðsluveri og gerði Life Is Strange-leikjaröðina.

Ofurnáttúruleg tenging

„Í þessari persónulegu ráðgátu eru tvíburarnir Tyler og Alyson Ronan sameinaðir á ný og nota sína ofurnáttúrulegu tengingu til þess að rifja upp minningar úr þeirra kæru en erfiðu æsku,“ segir um leikinn á Steam.

Leikurinn gerist í Alaska og þurfa leikmenn að taka erfiðar ákvarðanir sem hafa áhrif á samband tvíburanna og jafnframt skilgreinir styrk tengingarinnar þeirra.

Hér að neðan má horfa á kynningarstiklu leiksins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert