Liðin sem taka þátt á Masters Copenhagen

Síðasta meistaramótið fyrir heimsmeistaramótið í Valorant fer fram í Kaupmannahöfn. …
Síðasta meistaramótið fyrir heimsmeistaramótið í Valorant fer fram í Kaupmannahöfn. VCT Masters Copenhagen. Grafík/Riot Games

Það styttist í síðasta meistaramótið í Valorant fyrir heimsmeistaramótið sjálft en það fer fram í Kaupmannahöfn í Danmörku í lok næsta mánaðar.

Masters Copenhagen er síðasta tækifæri liða til þess að vinna sér inn stig svo þau geti tekið þátt í heimsmeistaramótinu. Tólf lið munu taka þátt í mótinu og hefur verið staðfest hvaða lið munu keppa.

Liðin sem taka þátt á Masters Copenhagen eru eftirfarandi:

Guild

Fnatic

FunPlus Pheonix

OpTic

XSET

Paper Rex

XERXIA

DRX

Northeption

LOUD

Leviatán

Annað tækifæri fyrir FPX

Nokkur þessara liða tóku þátt á síðasta meistaramóti, Masters Reykjavík, sem fór fram fyrr á árinu í Laugardalshöllinni.

OpTic Gaming unnu það mót með glæsibrag eftir 3:0 sigur í úrslitaleik gegn LOUD.

Vert er að nefna að FunPlus Pheonix komust ekki á Masters Reykjavík vegna ferðatakmarkana. Í stað FPX fékk Team Liquid þátttökurétt sem síðan deildi 7. og 8. sæti með Guard.

FPX fær nú annað tækifæri á Masters Copenhagen til að tryggja sér sæti á heimsmeistaramótinu en það fer fram í haust í Istanbúl.

Breytingar á senunni í vændum

Keppnissenan mun taka miklum breytingum eftir heimsmeistaramótið en þá munu áform Riot Games taka gildi. 

Breytingarnar fela meðal annars í sér þrjár alþjóðlegar deildir auk úrvalsdeildar, meiri stuðning við lið og fleira.

mbl.is