Geta sótt sérstakan hjálm í WoW

Jewel of the Firelord-hjálmurinn í World of Warcraft.
Jewel of the Firelord-hjálmurinn í World of Warcraft. Grafík/Blizzard

World of Warcraft-leikmenn sem eru í áskrift að Amazon Prime fá sérstaka gjöf innanleikjar.

Með því að tengja saman Battle.net-aðganginn við Amazin Prime-aðganginn fyrir 26. júlí geta leikmen fengið Jewel of the Firelord-hjálminn. 

„Þú getur lýst upp vígvöllinn og kveikt í tískuheiminum með gjöf mánaðarins, Jewel of the Firelord,“ segir í tilkynningu.

Hjálmurinn birtist sem Transmog-hlutur í safni hverrar persónu á aðganginum en svo virðist vera Transmog-hlutir verði gefnir mánaðarlega.

Á næstu tveimur mánuðum geta leikmenn sótt Hood of Hungering Darkness og Crown of Eternal Winter sér að kostnaðarlausu.

Nánar um þetta má lesa með því að fylgja þessum hlekk.

mbl.is