Kaupa framleiðsluver og stefna á að bæta WoW

Skjáskot úr World of Warcraft-myndbandinu Safe Haven frá Activision Blizzard.
Skjáskot úr World of Warcraft-myndbandinu Safe Haven frá Activision Blizzard. Grafík/Activision Blizzard

Blizzard Entertainment hefur gengið frá kaupsamningi við framleiðsluverið Proletariat og hafa kaupin þann tilgangi að þjóna World of Warcraft-leikmönnum enn betur.

Proletariat og Blizzard hafa verið að vinna saman um nokkurn tíma. Nú hefur Blizzard gengið frá kaupum á Proletariat og virðast bæði fyrirtækin vera spennt og ánægð með fyrirkomulagið.

„Við vitum að ykkur þyrstir í nýtt efni og ég er mjög stoltur af því hvernig þróunarteymin eru að vinna saman til þess að mæta eða skara fram úr þeim væntingum – það er meira að gerast í WoW núna heldur en nokkurn tíman áður, og þetta er aðeins byrjunin,“ segir John Hight, framkvæmdastjóri World of Warcraft-vörumerkisins í tilkynningu á heimasíðu World of Warcraft.

Uppfylla þarfir leikmanna

„Næstu tvö árin stefnum við á að ráða hundruð af bestu þróunaraðilunum til þess að uppfylla þarfir leikmanna okkar í World of Warcraft. Þetta framúrskarandi teymi hjá Proletariat verður lykilþáttur í viðleitni okkar til að afla hæfileika,“ sagði Bobby Kotick, framkvæmdastjóri Activision Blizzard í tilkynningu á Businesswire.

„Við setjum leikmennina okkar í forgang í öllu sem við gerum, og við erum að vinna hörðum til þess að bæði mæta og skara framúr væntingum þeirra,“ sagði Mike Ybarra, forstjóri Blizzard Entertainment.

„Einn mikilvægur þáttur við að annast leikmennina er að annast teymið okkar – ganga úr skugga um að við höfum það sem þarf til þess að skapa upplifanir sem samfélögin okkar munu elska, á meðan við gefum teymunum okkar svigrúm til þess að kanna ennþá meira skapandi tækifæri innan verkefnana sinna. Proletariat hentar fullkomlega til þess að styðja við verkefni Blizzards að færa leikmönnum okkar hágæða efni oftar.“

Spennt yfir þessu

Meðstofnandi Proletariat sem og framkvæmdastjóri, Seth Sivak, segir teymið vera spennt fyrir því að ganga til liðs við Blizzard Entertainment, eitt stærsta tölvuleikjafyrirtæki heims.

„Teymið okkar hefur alltaf lagt sig fram við að setja leikmennina í forgang, og við að vinna með World of Warcraft-teyminu höfum við lært að við erum fullkomnlega samstillt skuldbindingum okkar við nýsköpun, gæði, fjárfestingu í hæfileikum okkar, ósvikin samskipti og kynningu - bæði innan og utan leikjanna sem við sköpum.“

„World of Warcraft er einn áhrifamesti tölvuleikur sem hefur nokkurn tíman verið gerður og við getum ekki beðið eftir því að gerast hluti af þeirri arfleið og hjálpa við að byggja enn bjartari framtíð fyrir Azeroth.“

Kleift að kanna fleiri leiðir

„Við erum stolt af því að vinna með Proletariat þar sem við höldum áfram að stækka þróunarteymið okkar og vinnum að því að bjóða fleiri leikmenn velkomna í Warcraft-heiminn,“ sagði John Hight.

„Við erum búin að vera að hlusta á samfélagið og gera miklar breytingar á World of Warcraft sem byggjast á viðbrögðum þeirra - með því að fá hæfileikaríka teymið hjá Proletariat til okkar erum við fær um að kanna ennþá fleiri leiðir til þess að bæði gleðja og koma leikmönnum sem kalla Azeroth heimilið sitt á óvart.“

Spennandi mánuðir framundan

Proletariat hóf samstarf með World of Warcraft-þróunarteyminu fyrst í maí og mun sameinast því að fullu á næstu mánuðum.

Fróðlegt verður að fylgjast með World of Warcraft á næstu mánuðum þar sem bæði styttist í nýjasta aukapakkann, Dragonflight, og eins endurkomu Wrath of the Lich King fyrir World of Warcraft Classic.

mbl.is